This course is not open for enrollment

Afreksskólinn

Ítarlegt námskeið þar sem farið er í hvernig þú getur orðið andlega sterkari íþróttamaður og tekist á við hinar ýmsu áskoranir sem fylgja íþróttinni

Til þess að ná topp árangri í íþróttum þurfum við að æfa tækni, líkamann og hugann en flestir íþróttamenn vanrækja hugarþjálfun.

Ef þú ert metnaðarfullur íþróttamaður og vilt fullnýta þína hæfileika þá þarftu að æfa hugarfarið sérstaklega.

Þér var væntanlega kennt snemma að þú þyrftir að æfa vel og hvíla nóg til þess að ná sem bestum árangri í íþróttinni. Ekki nóg með það heldur hefur þú væntanlega líka lært hvernig þú þarft að æfa og jafnvel hvað þú getur gert til að jafna þig betur eftir æfingarnar.

Það sem gleymist því miður yfirleitt er að til þess að ná topp árangri þurfum við líka að æfa hugann. Kannski gerir þú þér grein fyrir því að rétt hugafar er mikilvægt til að ná hámarksárangri en hvernig æfum við hugarfarið?

Afreksskólinn var hannaður með þetta í huga. Hann er verkfærakistan í þinni hugarþjálfun og hjálpar þér að takast á við alla erfiðleika sem fylgja íþróttinni.


Ert þetta þú?

✔️ Ert að leggja mikið á þig í æfingum en bara nærð ekki að sýna hvað þú getur í keppni?
✔️ Verður oft alltof stressuð/aður fyrir eða í keppni?
✔️ Átt erfitt með að takast á við það þegar ekki gengur nógu vel?
✔️ Efast oft um að þú getir náð þeim árangri sem þú vilt ná?
✔️ Veist að þú ættir að setja þér markmið en veist bara ekki hvernig?
✔️ Langar til að æfa andlega þáttinn en veist ekki hvernig þú átt að gera það?

Ég þekki þetta sjálf, ég var þarna líka og ég lagði mikið á mig til að finna lausnir! Nú getur þú nýtt þér mínar lausnir og lært af minni reynslu.

Hvernig hljómar þetta í staðinn?

✔️ Þú lærir að undirbúa þig andlega fyrir keppni svo þú náir öllu út úr þér.
✔️ Þú getur stjórnað þínu spennustigi svo stressið tekur ekki yfir.  
✔️ Þú missir þig ekki í svekkelsi þegar það gengur ekki nógu vel heldur kemur tvíefld(ur) til baka.  
✔️ Þú færð aukið sjálfstraust svo þér líður mun betur á æfingum og í keppni.  
✔️ Markmiðasetning verður einföld og skemmtileg.
✔️ Þú hefur fullan aðgang hvenær sem þér hentar að verkfærakistu til að æfa andlega þáttinn sem er byggð á 20 ára reynslu frá þreföldum Ólympíufara.

Ég veit að þetta er hægt vegna þess að ég hef gert það sjálf!

Hvað er Afreksskólinn?

“Reynsla frá mínum 20 ára ferli pökkuð saman í verkfærakistu sem hjálpar þér að takast á við allt sem fylgir því að eltast við topp árangur í íþróttum”

Hvað færð þú?

✔️ Lífstíðar aðgang að námskeiðinu og öllum uppfærslum í framtíðinni.
✔️ Aðgang að þínu svæði þar sem þú getur unnið þig í gegnum efnið á þínum hraða.
✔️ Aðgang að fyrstu einingunni um leið og þú kaupir.
✔️ Aðgang að nýrri einingu vikulega þangað til þú ert komin(n) með aðgang að öllum 8 einingunum og tölvupóst sem lætur þig vita.
✔️ Fjölda klukkutíma af myndböndum og hljóðskrá.
✔️ Vinnubækur sem hjálpa þér að nýta þér þessi verkfæri í þínu lífi.
✔️ Aðgang að Facebook hóp með öðrum íþróttamönnum sem eru að fara í gegnum námskeiðið og möguleikann á að spyrja mig spurninga.
✔️ Fullan aðgang að ÖLLUM þeim verkfærum sem ég nýtti mér á mínum 20 ára ferli til að komast á þrenna Ólympíuleika.

ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS

Hvað hefur Afreksskólinn gert fyrir aðra?

Þuríður Erla Helgadóttir

9. hraustasta kona í heimi 2019 og margfaldur þátttakandi á Heimsleikunum í Crossfit

Ég myndi klárlega mæla með Afreksskólanum hennar Ásdísar. Ég er búin að vera í keppnisíþróttum allt mitt líf og hef alltaf átt við smá stress vandamál að stríða. Ásdís fer vel yfir hvernig hægt er að vinna í því og hvaða tæki og tól er hægt að nota til að við getum komist á okkar “optimal” stress level. Auk þess sem á þessum skrítnu tímum getur verið erfitt að vera peppaður í að halda æfingum, mataræði, svefni og fleiru 100% því maður eiginlega veit ekki hvenær næsta mót er einu sinni. Þá er svo gott að fara rækilega yfir hvers vegna ég er að æfa mínar íþróttir og hvers vegna ég byrjaði til að byrja með og hvað það gefur mér.

Birgit Rós Becker

Íslandsmethafi í kraftlyftingum

Ég mæli svo sannarlega með Afreksskólanum. Ég kynntist sjálfri mér sem íþróttamanni alveg uppá nýtt! Í Afreksskólanum býður Ásdís uppá ótrúlegan veglegan pakka og var hann hverrar krónu virði. Ég finn mikinn mun á sjálfri mér hugarfarslega en hún fer vel í gegnum andlegu hliðina sem ég þurfti á að halda. Ég hef einnig nýtt mér að spjalla við Ásdísí 1-on-1 og hjálpaði það mér rosalega mikið. Það var mjög þægilegt að tala við hana og leið mér eins og ég hefði þekkt hana alla mína ævi. Ég mæli hiklaust með Afreksskólanum fyrir allt íþróttafólk!

Lena Meyer

Svissneskur spjótkastari

Í gegnum Afreksskólann hef ég áttað mig á því hversu mikið gott hugarfar getur haft áhrif á árangur. Ég lærði hvernig ég get notað hugarfarið mitt til að bæta minn árangur og hvernig ég get tekist á við hinar ýmsu aðstæður. Ég hef tekið eftir því hvernig hugarfarið á æfingum hefur batnað. Þetta hefur hjálpað mér að vera enn einbeittari á æfingum. Ég myndi svo sannarlega mæla með Afreksskólanum fyrir aðra íþróttamenn.


Hvað fjallar námskeiðið um?


Eitt að lokum...

Ég man hversu erfitt ég átti með að takast á við vonbrigði og hversu oft ég náði ekki að standa mig eins vel og ég átti að geta því ég stóð í vegi fyrir sjálfri mér. Mistökin sem ég gerði var að halda að ég gæti tekist á við þetta sjálf alltof lengi.

Það var ekki fyrr en ég fór að vinna með íþróttasálfræðingi og lesa mér til sem ég áttaði mig á því hversu mikið ég hafði verið að skemma fyrir mér. Hefði ég byrjað fyrr á þessari vinnu þá er ég handviss um að ég hefði náð betri árangri.

Ekki gera sömu mistök og ég gerði því að erfiðasta hugsunin sem við sitjum uppi með eftir ferilinn er “Hvað ef…?”.